Bragi sér um aðgengismálin í Reykjavík

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Jón Pétur

Bragi Bergsson hefur verið ráðinn í starf aðgengisfulltrúa Reykjavíkurborgar, sem hefur yfirumsjón með aðgengismálum í fasteignum borgarinnar og í borgarlandinu.

Hann var áður á umhverfis- og skipulagssviði, fyrst hjá skipulagsfulltrúa og svo á skrifstofu framkvæmda og viðhalds. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Bragi Bergsson, aðgengisfulltrúi Reykjavíkurborgar.
Bragi Bergsson, aðgengisfulltrúi Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Í hnotskurn er hlutverk aðgengisfulltrúa að tryggja algilda hönnun við allar framkvæmdir borgarinnar, sem er í samræmi við aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar, að því er segir í tilkynningunni. 

Þá eru verkefni aðgengisfulltrúa m.a. að taka við ábendingum um úrbætur, veita ráðleggingar varðandi útfærslu lausna, vera í samskiptum við verktaka og hagsmunaðila vegna framkvæmda, gera aðgengisúttektir og hafa umsjón með verkefnum sem snerta aðgengismál með einum eða öðrum hætti.

Aðgengisfulltrúi situr fundi aðgengis- og samráðsnefndar fatlaðs fólks í Reykjavík og framfylgir aðgerðum sem settar eru fram í aðgengisstefnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert