Edda Björk laus og komin til Íslands

Sjak R. Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar, greinir frá því …
Sjak R. Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar, greinir frá því að gæsluvarðhaldinu í Noregi sé lokið. Samsett mynd

„Skjól­stæðing­ur minn hef­ur verið upp­lýst­ur um að dæmda hafi verið lát­in laus úr fang­elsi í Nor­egi og að hún muni afplána dóm sinn í ís­lensku fang­elsi,“ seg­ir Sjak Haaheim, lögmaður barns­föður Eddu Bjark­ar Arn­ar­dótt­ur, sem nú er kom­in til Íslands til að hefja afplán­un tutt­ugu mánaða dóms sem hún hlaut í Skien í Nor­egi fyr­ir viku.

„Hans hug­ur er nú við að sinna börn­un­um eft­ir langvar­andi flótta þeirra á Íslandi þar sem þau hafa verið ein­angruð,“ seg­ir hann enn frem­ur.

Örygg­is­ráðstaf­an­ir norskra yf­ir­valda

Ítrek­ar Haaheim það sem hann áður greindi frá í viðtali við mbl.is að norsk yf­ir­völd hefðu nú gert ráðstaf­an­ir til að tryggja að ekki verði brotið á rétti barn­anna þriðja sinni.

„Skjól­stæðing­ur minn kýs að tjá sig ekki op­in­ber­lega um þær ráðstaf­an­ir,“ seg­ir lögmaður­inn.

Hann kveður barns­föður­inn enn frem­ur lýsa ánægju sinni yfir að lög­regla á Íslandi hygg­ist hafa uppi mála­til­búnað gagn­vart þeim sem voru Eddu til aðstoðar við að fela dreng­ina. „Slík­um sam­verka­mönn­um er refsað í Nor­egi og flest­um öðrum vest­ræn­um lönd­um,“ seg­ir Haaheim að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert