Hnúfubakur sýndi sig og sá aðra í Hafnarfirði

Frá höfninni í Hafnarfirði í gær.
Frá höfninni í Hafnarfirði í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þessi hnúfubakur virtist hafa fundið eitthvað ætilegt í höfninni í Hafnarfirði í gær og athafnaði sig upp við bryggjuna en hnúfubakar eru tækifærissinnar þegar kemur að fæðu. Gaf hann sér góðan tíma til að sýna sig og sjá aðra.

Vakti það töluverða athygli bæjarbúa og annarra sem áttu leið hjá eins og ljósmyndara Morgunblaðsins. Ef til vill getur hnúfubakurinn borið kennsl á byggingar því hann hélt sýningu fyrir starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, sem eru með skrifstofur í nærliggjandi húsi.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert