Vatnshæðin og rafleiðni í Gígjukvísl eru enn á niðurleið. Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Lítil jarðskjálftavirkni er yfir Grímsvötnum. Einn skjálfti mældist í morgun og var sá 0,7 að stærð. Eru engar vísbendingar uppi um að „eitthvað sé að fara í gang“.
„Óróinn virðist vera kominn niður fyrir það sem hann var áður en hlaupið byrjaði,“ segir Bjarki.