Rafmagnslaust í Grindavík

Rafmagn fór af Grindavík í morgun.
Rafmagn fór af Grindavík í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rafmagn fór af Grindavíkurbæ nú á áttunda tímanum og er orsökin óljós að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum.

„Mér sýnist að það sé rafmagnslaust í öllum bænum og við höfum ekki upplýsingar um það á þessari stundu hvað veldur því. Veitufyrirtækin eru með málin í skoðun,“ segir Úlfar í samtali við mbl.is.

Öll vinna pípulagningarmanna lá niðri í Grindavík í gær vegna veðurs en Úlfar segir að til standi að þeir og rafvirkjar fari inn í bæinn í dag.

„Verkefni dagsins er að taka vinnuflokka pípulagningarmanna og rafvirkja inn á svæðið og megin verkefnið er að halda hita og rafmagni á Grindavík,“ segir Úlfar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert