Rannsaka mögulega atlögu að Grími

Nú er rannsakað hvort að sérstök atlaga hafi verið gerð …
Nú er rannsakað hvort að sérstök atlaga hafi verið gerð að Grími vegna stöðu hans innan lögreglunnar. Samsett mynd

Héraðssaksóknari rannsakar nú hvort atlaga hafi verið gerð að Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. 

Skemmdarverk var unnið á bifreið Gríms Grímssonar, yf­ir­lög­regluþjóns miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu, þann 20. desember.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við mbl.is.

Er talið að skemmdaverkið sé framið vegna stöðu þinnar innan lögreglunnar?

„Málið er rannsakað hjá héraðssaksóknara og ekki hjá embættinu. Það eiginlega segir til um það hvernig litið er á málið,“ segir Grímur.

Rannsaka hvort að atlögunni hafi verið beint að Grími

Héraðssaksóknari annast rannsókn málsins og segir Kolbrún Benediktsdóttir vara­héraðssak­sókn­ari að nú sé rannsakað hvort sérstök atlaga hafi verið gerð að Grími vegna stöðu hans.

„Ef það er staðan að það sé verið að beina þessum brotum sérstaklega gegn lögreglumönnum vegna starfa þeirra þá er það litið alvarlegum augum,“ segir Kolbrún í samtali við mbl.is.

Héraðssak­sókn­ari ósk­ar eft­ir að ná tali af manni á meðfylgj­andi mynd­um vegna máls sem er til rann­sókn­ar og varðar skemmd­ar­verk á bif­reið lög­reglu­manns þann 20. des­em­ber 2023, og er sá vin­sam­leg­ast beðinn um að hafa sam­band við héraðssak­sókn­ara, Skúla­götu 17 í Reykja­vík í síma 444 0150.

„Ef ein­hverj­ir þekkja til aðilans, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu einnig beðnir um að hringja í héraðssak­sókn­ara, en upp­lýs­ing­um má jafn­framt koma á fram­færi í tölvu­pósti á net­fangið abend­ing@her­sak.is,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá héraðssak­sókn­ara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert