Sólveig Anna: „Við erum hér“

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga fundar nú um næstu skref í kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins.

Fundur hófst klukkan 10 í morgun og segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að hún geri ráð fyrir því að fundur haldi áfram fram eftir deginum.

„Við erum bara hér, fulltrúar bandalagsins, ásamt starfsfólki að ræða stöðuna,“ segir Sólveig í samtali við mbl.is.

Alvarleg staða komin upp

Eins og mbl.is hefur greint frá þá er al­var­leg staða kom­in upp í kjaraviðræðunum eft­ir þá gliðnun sem kom í ljós í fyrra­kvöld á milli samn­inga­nefnda breiðfylk­ing­arinnar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Þó að viðræðunum hafi ekki verið slitið þá er mik­il óvissa um fram­haldið.

Sólveig segir fundinn ganga vel en vildi ekki segja til um það hvort að breiðfylkingin muni taka ákvörðun á þessum fundi um vísa deilunni til ríkissáttasemjara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert