Karlmaður á þrítugsaldri er alvarlega særður eftir stunguárás í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um árásina. Þetta staðfestir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við mbl.is.
Tilkynning um árásina barst um klukkan hálf fjögur í nótt og átti hún sér stað á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu.
Elín Agnes segir að það megi segja að um tilefnislausa árás sé að ræða.
Sá sem varð fyrir árásinni var að ganga úti á miðri götu og ætluðu vegfarendur að benda honum á að það væri hættulegt. Við það kom til átaka sem endaði með að maðurinn var stunginn.
Maðurinn fór í aðgerð í nótt og er ástand hans nú stöðugt, að sögn Elínar Agnesar.