Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hnífstungu í miðbænum.
Í dagbók lögreglu segir að þolandi hafi verið fluttur á bráðamóttöku til skoðunar en ekki sé vitað um alvarleika áverkanna.
Einn var handtekinn á vettvangi grunaður um verknaðinn og var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í samkvæmi unglinga í Árbænum. Einn einstaklingur var handtekinn á vettvangi en hann skemmdi lögreglubifreið.
Málið er unnið með barnavernd og forráðamönnum sökum aldurs hins handtekna.
Þá barst tilkynning um flugeldaslys í Garðabæ.
Einn einstaklingur var með áverka í andliti eftir slysið en ekki er vitað um alvarleika áverkanna.