Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu

Bílslysið varð klukkan fimm í dag.
Bílslysið varð klukkan fimm í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bílslys varð á Bústaðavegi fyrr í dag með þeim afleiðingum að flytja þurfti fjóra með sjúkrabíl á sjúkrahús til skoðunar. 

Þetta staðfestir Árni Sigurðsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Skullu saman og annar valt

Bílslysið varð klukkan fimm í dag og segir Árni að tveir bílar hafi skollið saman og einn af þeim oltið á hliðina. Bíllinn var réttur af þegar slökkvilið mætti.

Ekki er talið að áverkar hinna slösuðu séu alvarlegir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert