Flotinn fylgist með Grindavík

Fjarskiptastöð bandaríska flotans í Grindavík.
Fjarskiptastöð bandaríska flotans í Grindavík. Ljósmynd/Olga Ernst

Talsmaður bandaríska sjóhersins segir nú grannt fylgst með þróun mála á Reykjanesskaga í kjölfar eldgossins í og við Grindavík, en rétt vestur af bænum er fjarskiptastöð bandaríska flotans eða svokallað „Naval Transmitter Facility“.

Við spurningu um það hvort fyrir liggi áætlanir um aðgerðir, verði svæðið ekki lengur talið öruggt fyrir fjarskiptastöðina, svarar talsmaðurinn: „Á þessari stundu getum við ekkert sagt til um mögulegar viðbragðsáætlanir þar sem staðan er síbreytileg. Við erum staðráðin í að uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til að halda stöðinni í rekstri og munum halda áfram að samræma aðgerðir í samráði við íslensk yfirvöld. Auk þess erum við þakklát fyrir rótgróið samstarf okkar og íslensku þjóðarinnar hvað varðar rekstur og viðhald stöðvarinnar, sem og að tryggja öryggi starfsfólks okkar.“

Landhelgisgæslan upplýsir að stofnunin hafi athugað stöðuna á svæði fjarskiptastöðvarinnar í kjölfar eldgossins. Fjarskiptastöðin samanstendur af tveimur útvarpsmöstrum fyrir stutt- og langbylgjusendingar og er austurmastrið 243,8 metrar á hæð og vesturmastrið 304,8 metrar, eru þau meðal annars mikilvægur liður í samskiptakerfi kafbáta á Norður-Atlantshafi.

Þegar austurmastrið var reist var það hæsta mannvirki á Íslandi. Vesturmastrið var upphaflega 182,9 metrar á hæð en því var skipt út með hærra útvarpsmastri árið 1983 og er það nú næsthæsta mannvirki á Íslandi á eftir langbylgjumastrinu á Hellissandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert