Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu

Palestínskir mótmælendur á Austurvelli. Grímuklæddur maður heldur á skilti með …
Palestínskir mótmælendur á Austurvelli. Grímuklæddur maður heldur á skilti með áréttingu um að frjáls för séu mannréttindi, en með fylgir yfirlýsing um að þeir fari hvergi og muni berjast.

Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir. Einn þeirra er sakaður um að hafa birt á Facebook herhvöt um að drepa gyðinga hvar sem til þeirra næst með meiðandi ummælum. Aðrir hafi haft uppi hótanir af sama meiði.

Kæran var lögð fram af lögmanni á miðvikudag og beinist aðallega að einum nafngreindum mótmælanda. Hann er sakaður um hatursorðræðu á Facebook, þar sem samkvæmt vélþýðingu segir:

„Drepið gyðingana hvar sem þið finnið þá, rífið þá á hol, mígið yfir þá [og] lík þeirra. Ég sver að við munum dæma þá að viô hlið Paradisar. Bölvun hvíli á sonum Zíons [gyðingum], sonum apa og svína.“ Síðasttöldu orðin eru tilvitnun í kóraninn.

Skjáskot af meintri hatursorðræðu. Nafn hins kærða hefur verið máð …
Skjáskot af meintri hatursorðræðu. Nafn hins kærða hefur verið máð út.

Kærunni fylgir skjáskot af færslunni og fleirum af álíkum toga. Svipuð ummæli eru sögð hafa verið birt af félögum mannsins, sem tjaldað hafa á Austurvelli og vakin athygli á því að það sé i andstöðu við 9. grein lögreglusamþykktar Reykjavikurborgar. Samkvæmt henni má aðeins tjalda á sérmerktum tjaldstæðum í borginni.

Hið meinta brot telur lögmaðurinn óyggjandi að varði við 233. grein a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940:

„Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, fötlunar, kyneinkenna, kynhneigðar eda kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“

Þá er bent á ýmis ummæli mannsins og félaga hans, sem ekki verði öruvísi skilin en sem hótanir um að fremja refsiverða verknaði, sem séu til þess fallnar að vekja hjá öðrum ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra. Er því jafnframt kært fyrir meint brot á 233. grein hegningarlaganna.

Kærandinn óskar eftir að meðferð kærunnar verði hraðað sérstaklega vegna þess að hinir kærðu hafi m.a. birt myndir af árásarvopnum á samfélagsmiðlum. Hann tekur fram að ekkert sé fullyrt um formleg eða bein tengsl mannanna við hryðjuverkasamtökin Hamas, en opinberar stuðningsyfirlýsingar kærðu við Hamas bendi til að verulegar líkur séu á að þau séu fyrir hendi og hætta kunni að stafa af þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert