„Þetta eru mjög háar tölur“

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Samsett mynd

„Þetta eru mjög háar tölur og því eðlilegt að fólk staldri við þetta,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands, um hlutfall erlendra ríkisborgara í fangelsum á Íslandi.

Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun voru erlendir ríkisborgarar 75% þeirra sem hófu gæsluvarðhaldsvist á Íslandi á síðasta ári og tæplega helmingur þeirra sem hófu afplánun í fangelsum. Helgi mælist til þess að farið sé varlega í að draga ályktanir um að innflytjendur séu að brjóta lögin í stórum stíl.

Kort/mbl.is

„Þetta tengist að hluta til landamærunum og þeim málaflokki. Menn sem eru ekki með skilríki, ríkisfangslausir eða með fölsuð skilríki. Alla vega eins og ég skil þetta. Þetta hefur lent á fangelsiskerfinu og Fangelsismálastofnun. Þetta er mikið álag fyrir kerfið og ég velti fyrir mér hvort ekki mætti finna önnur úrræði fyrir þennan hóp fólks. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fangelsismálin var mjög gagnrýnin og svo bætast mál eins og þessi ofan á gæsluvarðhaldsvistina og þyngja þá róðurinn enn frekar hjá Fangelsismálastofnun. Hlutfall gæsluvarðhaldsfanga er orðið mjög hátt og hærra en áður.“

Helgi bendir á að skipulagðir glæpahópar ferðist um heiminn og fari til Íslands eins og annarra landa.

„Glæpamenn koma hingað til lands til að fremja glæpi og dvelja tímabundið en ekki til að búa hér. Þetta höfum við séð í innbrotahrinum bæði í fyrirtæki og heimili á höfuðborgarsvæðinu. Við ættum því að forðast að draga hæpnar ályktanir af þessum tölum um að fólk sem flytur Íslands, og vill búa hér, sé að brjóta lögin í meiri mæli en Íslendingar. Líklega hefur stór hluti þessa hóps komið hingað tímabundið til að fremja glæpi. Þar má einnig nefna fíkniefnainnflutning sem dæmi,“ segir Helgi.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka