„Þetta eru mjög háar tölur“

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Samsett mynd

„Þetta eru mjög háar töl­ur og því eðli­legt að fólk staldri við þetta,“ seg­ir Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or í fé­lags- og af­brota­fræði við Há­skóla Íslands, um hlut­fall er­lendra rík­is­borg­ara í fang­els­um á Íslandi.

Sam­kvæmt töl­um frá Fang­els­is­mála­stofn­un voru er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar 75% þeirra sem hófu gæslu­v­arðhaldsvist á Íslandi á síðasta ári og tæp­lega helm­ing­ur þeirra sem hófu afplán­un í fang­els­um. Helgi mæl­ist til þess að farið sé var­lega í að draga álykt­an­ir um að inn­flytj­end­ur séu að brjóta lög­in í stór­um stíl.

Kort/​mbl.is

„Þetta teng­ist að hluta til landa­mær­un­um og þeim mála­flokki. Menn sem eru ekki með skil­ríki, rík­is­fangs­laus­ir eða með fölsuð skil­ríki. Alla vega eins og ég skil þetta. Þetta hef­ur lent á fang­elsis­kerf­inu og Fang­els­is­mála­stofn­un. Þetta er mikið álag fyr­ir kerfið og ég velti fyr­ir mér hvort ekki mætti finna önn­ur úrræði fyr­ir þenn­an hóp fólks. Skýrsla Rík­is­end­ur­skoðunar um fang­els­is­mál­in var mjög gagn­rýn­in og svo bæt­ast mál eins og þessi ofan á gæslu­v­arðhaldsvist­ina og þyngja þá róður­inn enn frek­ar hjá Fang­els­is­mála­stofn­un. Hlut­fall gæslu­v­arðhalds­fanga er orðið mjög hátt og hærra en áður.“

Helgi bend­ir á að skipu­lagðir glæpa­hóp­ar ferðist um heim­inn og fari til Íslands eins og annarra landa.

„Glæpa­menn koma hingað til lands til að fremja glæpi og dvelja tíma­bundið en ekki til að búa hér. Þetta höf­um við séð í inn­brota­hrin­um bæði í fyr­ir­tæki og heim­ili á höfuðborg­ar­svæðinu. Við ætt­um því að forðast að draga hæpn­ar álykt­an­ir af þess­um töl­um um að fólk sem flyt­ur Íslands, og vill búa hér, sé að brjóta lög­in í meiri mæli en Íslend­ing­ar. Lík­lega hef­ur stór hluti þessa hóps komið hingað tíma­bundið til að fremja glæpi. Þar má einnig nefna fíkni­efnainn­flutn­ing sem dæmi,“ seg­ir Helgi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert