Hlupu undan grjóti á Sólheimajökli

Ferðamennirnir hlupu undan grjóthruninu.
Ferðamennirnir hlupu undan grjóthruninu. Skjáskot/Reddit

Ferðamenn áttu fótum sínum fjör að launa þegar grjóthrun varð á Sólheimajökli um miðbik janúar. Bandarískur ferðamaður deildi myndskeiði af atvikinu á samskiptamiðlinum Reddit.

Í myndskeiðinu sjást stærðarinnar grjóthnullungar hrynja niður í lón við jökulinn og ferðamenn á hlaupum beggja vegna grjóthrunsins.

Ferðamaðurinn staðfestir við mbl.is að atvikið hafi átt sér stað föstudaginn 12. janúar þegar hann heimsótti Ísland öðru sinni.

„Hefði byrjað að taka upp fyrr en ég hélt ég væri að horfa upp á ferðamenn kremjast undir grjóti,“ ritar hann við færsluna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert