Hvöttu gesti til að sniðganga ísraelsk fyrirtæki

Einblöðungum um sniðgöngu fyrirtækja sem styðja Ísrael ringdi yfir gesti …
Einblöðungum um sniðgöngu fyrirtækja sem styðja Ísrael ringdi yfir gesti Kringlunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einblöðungum rigndi yfir gesti Kringlunnar í dag undir tilkynningu úr hátalakerfi þar sem viðskiptavinir Kringlunnar voru hvattir til að versla ekki við tiltekin ísraelsk fyrirtæki.

„Þetta eru fyrirtæki sem styðja og hagnast á stríðsglæpum Ísraelshers og þjóðarmorðinu sem ísraelsk stjórnvöld fremja nú á Palestínumönnum,“ segir í tilkynningu sem aðgerðarsinnar sendu fjölmiðlum í kvöld.

Fyrirtækin sem um ræðir eru tískuverslanirnar Zara, Next og Adidas. Snyrtivörumerkin L’Oréal, Estee Lauder, Mac Cosmetics, Moroccanoil og Clinique. Vegan-matvælafyrirtækið Hälsans Kök, Sodastream, Siemens, lyfjaframleiðandinn Teva, Hewlett Packard og færsluhirðirinn Rapyd.

Skilaboð ómuðu úr hátalarakerfinu

„Á þessari janúarútsölu bjóðum við þér að hætta að versla á meðan Palestínufólk þarf að sitja undir látlausu sprengjuregni,“ ómaði í hljóðkerfinu er miðunum rigndi yfir verslunarmiðstöðina.

„Fleiri en 25 þúsund einstaklingar hafa verið drepnir síðustu þrjá mánuði með stuðningi ákveðinna fyrirtækja sem að við, neytendur getum valið að sniðganga.“   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert