Í gæslu­varð­haldi grunaður um stunguárás

Hnífstungan átti sér stað nálægt Hringbraut og Hofsvallagötu.
Hnífstungan átti sér stað nálægt Hringbraut og Hofsvallagötu. mbl.is/Arnþór

Maður á fimmtugsaldri hefur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við hnífstunguárás í vesturbæ Reykjavíkur á föstudag.

Greint var frá því í gærmorgun að maður hafi verið hand­tek­inn grunaður um verknaðinn.

Árásarþoli var fluttur á bráðamóttöku

Nú hefur árásarmaðurinn verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald frá og með gærkvöldi, að sögn Elínar Agnesar Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Hún segir að hnífstungan hafi átt sér stað nálægt Hringbraut og Hofsvallagötu.

Sá sem varð fyrir árásinni, maður á þrítugsaldri, var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar í kjölfar árásarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert