Myndskeið: Þyrlan tengdi línuna yfir hraunið

Frá undirbúningsvinnu við Grindavík í gær.
Frá undirbúningsvinnu við Grindavík í gær. Ljósmynd/Landsnet

Vel gekk að tengja raflínu yfir vikugamalt hraunið í Grindavík nú í morgun. Farið var með rafmagnslínuna yfir 300 metra hraunbreiðu. 

Í færslu Landsnet á bandaríska miðlinum Faceook segir að nú taki við tengivinna bæði hjá Landsneti og HS Veitum. Mun sú vinna standa fram á kvöld. 

Á vefmyndavél mbl.is má fylgjast með tengivinnunni í beinni útsendingu. 

Rafmagn verði komið á í fyrramálið

Rafmagn fór af Grindavík í morgun og tóku þá varaaflsstöðvar við. Ef allt gengur að óskum verður rafmagn komið á nýju línuna í fyrramálið. 

Viðbragðsaðilar hafa á síðustu dögum unnið að því að tryggja rafmagn og heitt vatn í Grindavík, en þó hefur farið svo að frosttjón varð í tveimur húsum að því er kom fram í tilkynningu frá Grindavíkurbæ í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert