„Sigurður beitti son okkar hrottalegu ofbeldi“

Sigþóra Bergsdóttir og eiginmaður hennar rituðu grein á Vísi í …
Sigþóra Bergsdóttir og eiginmaður hennar rituðu grein á Vísi í kvöld. mbl.is/Hari

For­eldr­ar eins fórn­ar­lamba Sigga hakk­ara, gagn­rýna harka­lega vinnu­brögð dansks þátt­ar­gerðarfólks og segja fram­leiðend­ur ljúga því að þætt­irn­ir hafi verið unn­ir með þeirra samþykki. 

Í aðsendri grein sem birt­ist á Vísi í kvöld, segja for­eldr­ar Bergs Snæs, Sig­urþóra Bergs­dótt­ir og Rún­ar Unnþórs­son, um­fjöll­un í þátt­un­um óvandaða og bera vott um fé­girni. Birt­ing Stöðvar 2 sýni vott um dómgreind­ar­leysi og jaðri við siðleysi.

„Sig­urður beitti son okk­ar hrotta­legu of­beldi“

Berg­ur Snær fyr­ir­fór sér aðeins 19 ára gam­all en mál hans gegn Sig­urði Inga Þórðar­syni, bet­ur þekkt­um sem Sigga hakk­ara var fellt niður af sak­sókn­ara, þrátt fyr­ir að vitn­is­b­urður hans væri sam­hljóma vitn­is­b­urðum annarra fórn­ar­lamba. 

„Sig­urður beitti son okk­ar hrotta­legu of­beldi í þrjú ár, þegar son­ur okk­ar var 14-17 ára. Hann hélt áfram að áreita son okk­ar og reyna að halda sam­bandi við hann al­veg þar til hann tók sitt eigið líf, 19 ára,“ seg­ir í grein for­eldra hans. 

Þau finna sig knú­in til að tjá sig um þátt­ar­gerðina til að standa vörð um minn­ingu og mann­orð son­ar síns. Þau hafi vart trúað eig­in aug­um er þau sáu mynd­skeið í þátt­un­um þar sem Sig­urður fer að leiði son­ar þeirra og nafn hans á grafar­reitn­um er sýnt í nær­mynd. 

Sigurður Ingi Þórðarson er betur þekktur sem Siggi hakkari.
Sig­urður Ingi Þórðar­son er bet­ur þekkt­ur sem Siggi hakk­ari. Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Fékk vett­vang til að bulla án rit­skoðunar

Segja for­eldr­ar Bergs Snæs að þau hafi verið í sam­skipt­um við dönsku fram­leiðend­urn­ar fyr­ir tveim­ur árum og al­farið lagst gegn gerð og síðar birt­ingu þeirra. Ástæða þess sé að þau hafi vitað að Sig­urður væri hræðileg­ur maður og öll um­fjöll­un um hann myndi aðeins fæða skrímslið. 

„Svo virðist sem okk­ar helsti ótti um efnis­tök hafi raun­gerst. Það er, að í þátt­un­um fær Sig­urður vett­vang til að bulla án rit­skoðunar.“

Danska þátt­ar­gerðarfólkið hafi aft­ur haft sam­band viku fyr­ir birt­ingu þátt­anna og ít­rekað að ekki yrði birt mynd af Bergi Snæ að ósk for­eldra hans. 

„Við þökkuðum þeim fyr­ir að láta okk­ur vita, ít­rekuðum and­stöðu okk­ar við þessa þætti, spurðum ekk­ert um efnis­tök og afþökkuðum að láta hafa eitt­hvað eft­ir okk­ur.“

Skömm þeirra sem tóku þátt mik­il

Sig­urþóra og Rún­ar segj­ast ekki hafa vitað að mynd­skeið af Sig­urði að heim­sækja leiði son­ar þeirra yrði í þátt­un­um. Segja þau vart geta orðum bund­ist um hversu ófyr­ir­leitið það sé að fara með Sig­urð að heil­ög­um grafareiti son­ar þeirra. 

„Skömm þeirra sem tóku þátt í þessu er mik­il,“ segja for­eldr­ar Bergs og vanda ekki held­ur Stöð 2 og Vísi kveðjurn­ar. Það að Stöð 2 hafi keypt þætt­ina beri vott um dómgreind­ar­leysi sem jaðri við siðblindu.

„Síðan er höfuðið bitið af skömm­inni með óvönduðum frétta­flutn­ingi um þætt­ina á vis­ir.is. Allt til að græða pen­ing.“

Þau senda öðrum fórn­ar­lömb­um, Sig­urðar hlýhug og bjóða þeim að hafa sam­band vanti þau styrk eða aðstoð. Þau hvetji fólk til að hunsa þætt­ina og mót­mæla sýn­ingu Stöðvar 2 á þeim. 

„Við mun­um anda okk­ur í gegn­um þetta, hugsa fal­lega til son­ar okk­ar og allra fórn­ar­lamba Sig­urðar, og vona að storm­inn lægi sem fyrst.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert