Draga vantrauststillöguna líklega til baka

Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. mbl.is/Eyþór

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að allar líkur séu á því að vantrauststillaga  gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra verði dregin til baka í ljósi þess að Svandís er komin í veikindaleyfi eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein. 

„Mín fyrstu viðbrögð eru áfall og maður er miður sín,“ segir Inga í ljósi fregna af veikindum Svandísar.

Sláandi fréttir

„Það er enginn bragur á því að leggja fram vantraust á einstakling sem ekki er hér til þess að verja sig sjálfur,“ segir Inga Sæland í samtali við mbl.is.

Hún segir þó að hún sé ekki búin að ræða við sinn þingflokk og aðra stjórnarandstöðuþingflokka sem hugðust greiða atkvæði með vantrauststillögunni. 

„Þetta eru sláandi fréttir og við sendum henni batakveðjur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka