Fleiri sprungur en áður var talið

Áður en eldgos hófst í Fagradalsfjalli árið 2021 riðu miklar …
Áður en eldgos hófst í Fagradalsfjalli árið 2021 riðu miklar jarðskjálftahrinur yfir svæðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stór hluti af þeim sprungum sem hreyfðust í Grindavík, er kvikugangurinn myndaðist 10. nóvember, hafði áður verið kortlagður.

Sprungurnar hreyfðust þegar kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli myndaðist árið 2021, áður en eldgos hófst í mars það ár. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem nýlega birtist í tímaritinu Bulletin of Volcanology.

„Það sem kom á óvart er hversu rosalega margar þessar sprungur eru og hversu þéttriðið net af sprungum er á Reykjanesskaga,“ segir Halldór Geirsson, dósent í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

Grindavík áhugaverð

Halldór er einn þeirra sem komu að rannsókninni, en hana leiddi Cécile Ducrocq, doktorsnemi við Háskóla Íslands.

„Grindavík var sérstaklega áhugavert svæði því þar höfðu greinilega orðið töluverðar sprunguhreyfingar árið 2021. Það voru þekktar 1-2 sprungur sem lágu í gegnum Grindavíkurbæ áður, en þessi rannsókn finnur alveg fjölmargar sprungur sem liggja í gegnum bæinn,“ segir Halldór sem leiðbeindi Cécile.

Ítarlegt viðtal við Halldór má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert