Námu hreyfingar á sprungu í Heiðmörk

Hreyfing var á sprungum í Heiðmörk er kvikugangur myndaðist í …
Hreyfing var á sprungum í Heiðmörk er kvikugangur myndaðist í Fagradalsfjalli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dæmi eru um að sprungur sem áður var ekki vitað til að myndu hreyfast við jarðskjálfta á Reykjanesskaga hafi gjögt í skjálftahrinum er kvikugangur var að myndast við Fagradalsfjall árin 2019 til 2021. 

Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem nýlega birtist í tímaritinu Bulletin of Volcanology

Í rannsókninni voru sprungur á Reykjanesskaga kortlagaðar með nýrri tækni sem byggir á bylgjuvíxlmyndum. Á korti í rannsókninni skera nokkrar sprungur sig úr því þær liggja mun nær höfuðborgarsvæðinu en aðrar kortlagðar sprungur. 

Litlar hreyfingar

Morgunblaðið ræddi við Halldór Geirsson, dósent í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um rannsóknina. Spurður út í hreyfingu á sprungum nærri höfuðborgarsvæðinu sagði Halldór þær vera í Heiðmörk.

„Þetta er þekkt sprunga og hún hreyfðist þá. Þetta er uppi í Heiðmörk. Þegar fólk fer og fær sér göngutúr í Búrfellsgjá þá byrjar það að ganga yfir þetta sprungusvæði og heldur svo áfram upp í Búrfellsgjá. Þannig að þar er fólk að labba ofan í sigdæld. Þessi sprunga sem hreyfðist þá er hluti af Krýsuvíkurkerfinu. Sig hefur áður mælst við sprungurnar en það var ekki þekkt að þær myndu gjögta svona með. Þetta eru litlar hreyfingar, kannski um fimm millimetrar eða svo. Það er ekkert að valda neinu tjóni á neinu en er samt sem áður áhugavert,“ segir Halldór.

Ítarlegt viðtal við Halldór má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert