Svandís í veikindaleyfi

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er komin í veikindaleyfi að læknisráði. „Í morgun fékk ég staðfesta greiningu á krabbameini í brjósti og mun gangast undir aðgerð og viðeigandi meðferð á næstu vikum,“ skrifar Svandís í færslu sem hún birti á Facebook.

„Ég geng upprétt til móts við þetta stóra verkefni, æðrulaus og bjartsýn. Allir mínir kraftar munu fara í það með fólkið mitt mér við hlið.“

Leggja til vantraust

Þegar liggur fyrir Alþingi vantrauststillaga Flokks fólksins á hendur ráðherranum.

Tillagan birtist á vef Alþingis nú síðdegis.

Uppfært:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka