Mygla uppgötvaðist í slökkvistöðinni á Ísafirði sem þjónar sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ í úttekt sem verkfræðistofan Efla vann fyrir slökkviliðið.
Frá þessu er greint í ársskýrslu slökkviliðsins. Bæjaryfirvöldum í Ísafjarðarbæ er kunnugt um málið þar sem skýrslan var lögð fyrir bæjarráð í vikunni.
Í skýrslunni segir að „mjög mikil þörf sé á nýrri slökkvistöð þar sem núverandi stöð uppfylli á engan hátt nútíma kröfur og nú einnig vegna myglu“.