Rásandi aksturslag en reyndist allsgáður

Maðurinn reyndist allsgáður þegar lögregla stöðvaði hann.
Maðurinn reyndist allsgáður þegar lögregla stöðvaði hann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglu var tilkynnt um rásandi aksturslag ökumanns í Hafnarfirði í dag. Við nánari eftirgrennslan reyndist ökumaður bifreiðarinnar allsgáður, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Ökumaður bifreiðar var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í Hafnarfirði en látinn laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni. 

Þá var óskað aðstoðar lögreglu vegna aðila sem var til vandræða á matsölustað í miðbænum í dag sökum ölvunar.

Loks var tilkynnt um innbrot í gám í Garðabæ, eld í bifreið í austurborginni auk vinnuslyss í austurhluta borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert