Rjúfa tengsl milli Söngvakeppninnar og Eurovision

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að ákvörðun verði tekin í samráði …
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að ákvörðun verði tekin í samráði við sigurvegara keppninnar. Samsett mynd

Ekki er ljóst hvort Ísland muni taka þátt í Eurovision en ákvörðun hefur verið tekin um að rjúfa tengsl á milli Söngvakeppninnar, sem haldin er hér heima, og þátttöku Íslands í Eurovision.

Söngvakeppni sjónvarpsins verður haldin en ákvörðun um framhaldið, þ.e. hvort Íslendingar sendi framlag til Svíþjóðar, verður tekin í samráði við þann sem stendur uppi sem sigurvegari íslensku söngvakeppninnar.

Þetta sagði Stefán Eiríksson úrvarpsstjóri í Síðdegisútvarpinu á Rás tvö í dag. 

Þá hefur áhyggjum af stöðu mála á Gasaströndinni verið komið á framfæri við Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU).

Ísland taki þátt að óbreyttu

Stefán sagði í Síðdegisútvarpinu að þátttakendur keppninnar sæki um til þess að taka þátt í  Eurovision.

„Þetta hefur verið undirbúningur okkar fyrir Eurovision og við höfum gefið það út að við ætlum að öllu óbreyttu að taka þátt í Eurovision, en við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“

Því verður ekki ljóst um þátttöku Íslands fyrr en um miðjan mars. 

Mikill þrýstingur hefur verið á Ríkisútvarpið um að sniðganga Eurovision vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Söfnuðust 9.500 undirskriftir gegn þátttöku Íslands í desember.

Þáttöku Íslands var mótmælt í desember.
Þáttöku Íslands var mótmælt í desember. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert