„Vonandi mjakast málin áfram“

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að sam­tök­in séu að vinna af heil­um hug að því að ná lang­tíma­kjara­samn­ingi við breiðfylk­ingu stétt­ar­fé­lag­anna.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og breiðfylk­ing­in funduðu í rúm­ar sex klukku­stund­ir í dag og hef­ur ann­ar fund­ur verið boðaður klukk­an 13 á morg­un.

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starf­greina­sam­bands Íslands, sagði í sam­tali við mbl.is eft­ir fund­inn að lítið sem ekk­ert hafi gerst á fund­in­um og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, sagði að von­andi tæk­ist samn­ingsaðilum að kom­ast upp úr hjól­för­un­um sem viðræðurn­ar eru í. Bæði segja þau að bolt­inn sé hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins.

Skipt­ir mestu máli að við vönd­um okk­ur

„Frá okk­ar bæj­ar­dyr­um séð þá skipt­ir mestu máli að við vönd­um okk­ur við þetta verk­efni sem við erum með í hönd­un­um af því við ætl­um okk­ur að gera skyn­sam­lega lang­tíma­samn­inga. Þegar þú ert í svo­leiðis verk­efni með skýr mark­mið um að þeir muni stuðla að því að verðbólga lækki þá þarf að horfa á mjög marga liði,“ seg­ir Sig­ríður.

Sig­ríður seg­ir að launaliður­inn hafi verið rædd­ur fram og til baka og svo séu aðrir þætt­ir sem hafi áhrif þegar vinna sé í gangi við gerð lang­tíma­samn­inga sem verði að taka sam­tal um.

Hún seg­ir að það sé mjög mik­il­vægt að slíkt sam­tal sé tekið sam­hliða viðræðum um launaliðinn.

Ákall í sam­fé­lag­inu um að samn­ing­ar ná­ist

„Við erum í miðjum kjaraviðræðum og orðið seg­ir það að við séum í viðræðum. Það þýðir að við erum að skipt­ast á skoðunum og tak­ast á um þá þætti sem við erum að semja um.“

Ert þú enn þá bjart­sýn á að það tak­ist að landa samn­ing­um?

„Við erum að vinna af heil­um hug að því að það geti gerst. Það er okk­ar skýra afstaða að það sé mjög mik­il­vægt að við náum lang­tíma­samn­ing­um til þess að stuðla að fyr­ir­sjá­an­leika og efna­hags­leg­um stöðug­leika. Það er ákall eft­ir því í þjóðfé­lag­inu að okk­ur tak­ist það og við mun­um leggja okk­ur öll fram um að það geti tek­ist,“ seg­ir Sig­ríður Mar­grét.

Nýtt vinnu­lag

Hún seg­ir að ekki megi gleym­ast að verk­efnið sé mjög metnaðarfullt. „Við erum að vinna eft­ir nýju vinnu­lagi þar sem við erum að setja okk­ur sam­eig­in­leg mark­mið.“

Sig­ríður seg­ir að það sé verið að reika hag­stærðir og að all­ir séu að vanda sig hvað það varðar. Hún seg­ir að það sé ekk­ert óeðli­legt við það að það taki sinn tíma til að fara í gegn­um ferlið. 

„Von­andi mjak­ast mál­in áfram á morg­un. Það er verk­efnið okk­ar,“ seg­ir Sig­ríður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert