Ekki vitað um aðra ISIS-liða

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla býr ekki yfir neinum staðfestum upplýsingum um að fleiri ISIS-liðar séu hér á landi en sá eini sem vitað var um að væri meðlimur í hryðjuverkasamtökunum og var fluttur af landi brott þann 12. janúar sl. ásamt eiginkonu sinni og sex börnum. Svo segir í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Viðkomandi dvaldi í húsnæði á Akureyri á vegum Vinnumálastofnunar þar í bæ, en hafði verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi þar sem hann hafði fengið slíka vernd í Grikklandi og var honum því vísað úr landi og hann því fluttur þangað ásamt fjölskyldu sinni.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka