Gat hefur verið rofið á Íslandsbankahúsið

Gatið blasir við vegfarendum á Sæbrautinni.
Gatið blasir við vegfarendum á Sæbrautinni. mbl.is/sisi

Niðurrif Íslandsbankahússins á Kirkjusandi er í fullum gangi en það hófst í desember síðastliðnum.

Byrjað var að rífa innan úr húsinu og nú hefur fyrsti hluti útveggja verið rofinn, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Þessi hluti er á norðurhlið hússins, í námunda við innganginn.

Eigandi hússins, Íslandssjóðir, samdi við félagið A.B.L. tak ehf. um niðurrifið. Þetta fyrirtæki hefur komið að mörgum sams konar verkefnum á undanförnum árum. Vonast er til að verkinu verði lokið næsta sumar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert