Líkur á eldingum: Veðrið mun reyna á rafmagnslínur

Burðarvirki fyrir rafmagnslínur. Líkur eru á að eldingum slái niður.
Burðarvirki fyrir rafmagnslínur. Líkur eru á að eldingum slái niður. Ljósmynd/Andrés Skúlason

Hvellurinn sem Veðurstofan spáir mun víða reyna á rafmagnslínur landsins. Þetta segir í tilkynningu frá Landsneti.

Gul viðvör­un tek­ur gildi í nótt og verður fram á morg­un víðast hvar um landið. Fólk er hvatt til að ganga frá lausa­mun­um.

Lægðin kem­ur upp að suðvest­an­verðu land­inu í nótt og fer til norðurs skammt fyr­ir vest­an land í fyrra­málið.

Miklir sviptivindar

Landsnet segir að álag á línurnar geti orðið frá Hvalfirði, vestur, norður og austur á firði. 

„Veðurviðvörun: Spáð er sunnan stormi í nótt og fram til hádegis á morgun, þá helst frá um kl. 7 til 12. Þessum hvelli fylgja miklir sviptivindar sem valda áraun á flutningslínur, einkum frá Hvalfirði, vestur um og norður í land, allt austur á firði. Þá eru taldar líkur á niðurslætti eldinga um landið vestanvert,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert