Skúrir eða él í dag

Spáð er skúrum eða éljum í dag.
Spáð er skúrum eða éljum í dag. mbl.is/Eggert

Í dag er spáð suðvestan 8-15 metrum á sekúndu og skúrum eða éljum, en bjart verður með köflum norðaustan til. Hiti verður í kringum frostmark.

Gengur í sunnan 18-25 m/s í fyrramálið með rigningu og hlýnandi veðri, en snjókoma verður og vægt frost á Vestfjörðum. Sums staðar verður talsverð rigning vestanlands. Suðvestan 13-20, skúrir eða él og kólnar aftur síðdegis á morgun. Léttir til norðaustanlands annað kvöld.

Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að búast megi við sunnan hvassviðri eða stormi á morgun, fimmtudag.

„Varasamt verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Auk þess er spáð talsverðri eða mikilli rigningu, einkum sunnan og vestan til á landinu, og snjókomu á Vestfjörðum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám,” segir í athugasemdinni.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert