Sorpa mun á næstum vikum koma fyrir skynjurum í grenndargámum til þess að tryggja tímanlega losun. Jafnframt verður málmumbúðum og gleri safnað á öllum grenndarstöðvum, að því er segir í tilkynningu á vef Sorpu.
Byrjað verður að koma skynjurunum fyrir 30. janúar og mun ferlið standa yfir næstu vikur.
Sorpa stefnir á að innleiða skynjara grenndarstöðvar í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ í 5-6. viku þess árs. Grenndarstöðin í Hafnafirði verður tekin fyrir í 7. viku og Reykjavík í 8-10. viku.
Sorpa mun á næstunni koma fyrir svokölluðum „litlum grenndarstöðvum“ á höfuðborgarsvæðinu og verða þær um 50 talsins.
Gámar fyrir gler, málmumbúðir, flöskur, dósir og textíl verða á þessum litlu grenndarstöðvum, en þær verða staðsettar í hverfum í nálægð við heimili.