Kristján sækist eftir biskupskjöri

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti gefur kost á sér.
Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti gefur kost á sér. mbl.is/Sigurður Bogi

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti gefur kost á sér til embættis biskups Íslands. Þetta staðfestir hann í samtali við Morgunblaðið. Fram hefur komið að þegar hafi fjórir prestar gefið til kynna að þeir sækist eftir tilnefningu til biskups og er Kristján sá fimmti.

„Ef ég fæ nægjanlega margar tilnefningar mun ég gefa kost á mér í biskupskjöri,“ segir Kristján, en hann hefur verið staðgengill biskups í fjölmörgum málum undanfarið, eftir að í ljós kom að núverandi biskup brast hæfi til að sinna stjórnsýsluskyldum biskups.

„Ég hef sinnt störfum biskups mikið undanfarið og veit því vel út á hvað starfið gengur. Ýmsir prestar hafa komið að máli við mig og bent á að gott væri nú að fá inn mann með reynslu í embættið, enda gefast nú tækifæri til að móta skipulag kirkjunnar sem og hlutverk biskups Íslands,“ segir Kristján.

Uppbygging taki við

„Ég tel að til biskups þurfi að veljast maður með reynslu og mótaða sýn á embættið, stöðu kirkjunnar og stefnu til framtíðar. Nú þarf að taka við uppbyggingartími í kirkjunni og ég tel að það hafi ekki verið alveg ljóst hvert við erum að fara með skipulag kirkjunnar og hlutverkaskipan innan hennar,“ segir hann og bendir á að hann hafi með samstarfsfólki sínu breytt skipulagi og stjórn Skálholtsstaðar til batnaðar, ásamt því að tryggja aukið fjármagn til staðarins.

„Það hefur aukið trúverðugleikann og skapað góða ímynd um Skálholt,“ segir Kristján og bætir því við að bent hafi verið á að rétt væri að nýta þá reynslu í kirkjunni í heild.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert