Rafmagnsleysi á Suðurnesjum vegna eldinga

mbl.is/Sigurður Bogi

Rafmagnslaust er á Suðurnesjum eftir að Suðurnesjalína 1 fór út hjá Landsneti. Rafmagn virðist þó vera komið á í Ásbrú.

Á vefsíðu Landsnets segir: „Suðurnesjalína 1 milli Hamraness og Fitja leysti út. Straumlaust er á Reykjanesi.Verið er að skoða hvað olli útleysingu.“

Uppfært: Rafmagn er einnig komið á í Innri Njarðvík.

Uppfært 15:29: Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir í samtali við mbl.is að eldingu hafi að öllum líkindum slegið niður í línuna og það valdið rafmagnsleysinu. Hún segir að unnið sé að því að byggja kerfið upp á ný og að vonandi verði rafmagn komið á um allan Reykjanesskaga fljótlega. „Þetta sýnir mikilvægi þess að byggja Suðurnesjalínu 2,“ segir Steinunn, en það er aðeins Suðurnesjalína 1 sem tengir svæðið við restina af rafmagnskerfi landsins.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert