Rafmagnsleysi á Suðurnesjum vegna eldinga

mbl.is/Sigurður Bogi

Raf­magns­laust er á Suður­nesj­um eft­ir að Suður­nesjalína 1 fór út hjá Landsneti. Raf­magn virðist þó vera komið á í Ásbrú.

Á vefsíðu Landsnets seg­ir: „Suður­nesjalína 1 milli Hamra­ness og Fitja leysti út. Straum­laust er á Reykja­nesi.Verið er að skoða hvað olli út­leys­ingu.“

Upp­fært: Raf­magn er einnig komið á í Innri Njarðvík.

Upp­fært 15:29: Stein­unn Þor­steins­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Landsnets, seg­ir í sam­tali við mbl.is að eld­ingu hafi að öll­um lík­ind­um slegið niður í lín­una og það valdið raf­magns­leys­inu. Hún seg­ir að unnið sé að því að byggja kerfið upp á ný og að von­andi verði raf­magn komið á um all­an Reykja­nesskaga fljót­lega. „Þetta sýn­ir mik­il­vægi þess að byggja Suður­nesjalínu 2,“ seg­ir Stein­unn, en það er aðeins Suður­nesjalína 1 sem teng­ir svæðið við rest­ina af raf­magns­kerfi lands­ins.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert