Herinn að sprengja utan af sér

Hús Hjálpræðishersins er að verða of lítið.
Hús Hjálpræðishersins er að verða of lítið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Starfsemi Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut hefur vaxið mikið að undanförnu og er húsnæðið að verða of lítið. „Við erum ekki enn búin að sækja um lóðina hérna við hliðina á okkur, en starfsemin er svo mikil að húsnæðið er eiginlega sprungið utan af okkur, segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, safnaðarhirðir Hjálpræðishersins í Reykjavík.

Hann segir það rökrétt framhald af starfseminni við Suðurlandsbraut að reyna að fá næstu lóð við, en sárlega vanti bæði meira húsnæði og bílastæði. Næstu lóð við hús Hjálpræðishersins var á sínum tíma úthlutað til uppbyggingar mosku.

Ingvi segir starfsemina meðal annars hafa vaxið vegna fjölgunar erlendra flóttamanna á landinu, sem hafa sótt mikið til hersins undanfarin ár. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert