Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, leggur til að engar launahækkanir verði á vinnumarkaði í 12 mánuði gegn því að opinberir aðilar falli frá öllum gjaldskrárhækkunum sínum sem urðu að veruleika um síðustu áramót og fyrirtæki sem eigi aðild að SA geri slíkt hið sama þegar kemur að verðhækkunum sem komið hafa til á sama tíma.
Þetta kemur fram í viðtali í Spursmálum þar sem Vilhjálmur er gestur Stefáns Einars Stefánssonar.
Segir Vilhjálmur að langstærsta viðfangsefni núverandi kjaraviðræðna sé að finna lendingu sem tryggir verðstöðugleika og lægri stýrivexti. Hins vegar sé á kristaltæru að launafólki á almennum vinnumarkaði muni ekki sjá eitt um að axla byrðarnar þegar kemur að því verkefni.
Viðtalið við Vilhjálm má sjá og heyra í heild sinni hér: