Prís enn á dagskrá: Mistök hjá Hugverkastofu

Heimkaup hefur sótt um einkarétt á vörumerkinu Prís.
Heimkaup hefur sótt um einkarétt á vörumerkinu Prís. Samsett mynd

Vegna tæknilegra mistaka hjá Hugverkastofu var Heimkaupum hafnað um einkarétt á vörumerkinu Prís. Var það gert á þeim forsendum að reikningur fyrir umsókn hefði ekki verið greiddur. 

Það reyndist hins vegar of snemmbúin höfnun. Hjá Hugverkastofu fengust þær upplýsingar að hið rétta væri að reikningurinn hefði ekki verið kominn á eindaga en vegna tæknilegra mistaka í tölvukerfi hefði hann verið felldur niður of snemma og þar með umsókninni sjálfkrafa hafnað hjá stofnuninni. 

Þá fengust þær upplýsingar hjá Hugverkastofu að umsókn Heimkaupa um einkarétt á vörumerkinu Prís sé til efnislegrar meðferðar hjá stofnuninni þar sem reikningurinn hefur nú verið greiddur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert