„Skil hvað Vilhjálmur er að segja“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég skil alveg hvað Vilhjálmur er að segja þarna. Hann er auðvitað að benda á hvað hægt væri að gera ef raunverulegur vilji væri til staðar hjá öllum þeim sem þyrftu þá að koma að borðinu.“

Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is þegar hún er innt álits á ummælum Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfgreinasambands Íslands, í Spursmálum á mbl.is í dag.

Farið yfir allar mögulegar stöður

Þar lagði Vilhjálmur til að eng­ar launa­hækk­an­ir verði á vinnu­markaði í 12 mánuði gegn því að op­in­ber­ir aðilar falli frá öll­um gjald­skrár­hækk­un­um sín­um sem urðu að veru­leika um síðustu ára­mót og fyr­ir­tæki sem eigi aðild að Samtökum atvinnulífsins geri slíkt hið sama þegar kem­ur að verðhækk­un­um sem komið hafa til á sama tíma.

„Hvort þetta sé raunhæfur möguleiki í þeirri stöðu sem uppi er íslensku samfélagi ætla ég ekki að segja til um enda er þetta ekki okkar kröfugerð,“ segir Sólveig Anna.

Er þetta eitthvað sem þið í breiðfylkingunni hafið rætt ykkar á milli?

„Við Vilhjálmur og við í breiðfylkingunni höfum fundað oft. Þetta hafa verið langir fundir þar sem við höfum farið yfir allar mögulegar stöður,“ segir Sólveig Anna.

Sigldu í strand

Kjaraviðræður breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins sigldu í strand í fyrrakvöld og hefur kjaradeilunni verið vísað til ríkissáttasemjara.

Sólveig segir við mbl.is að ríkissáttasemjari hafi ekki boðað til fundar en breiðfylkingin hefur ákveðið að hittast á mánudaginn og bera saman bækur sínar og fara yfir stöðuna.

Hún segist reikna með því að ríkissáttasemjari boði til fundar í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert