Íslensk stjórnvöld frysta greiðslur til UNRWA

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kveður íslensk stjórnvöld frysta allar greiðslur til …
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kveður íslensk stjórnvöld frysta allar greiðslur til UNRWA þar til málin skýrist. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við tökum þetta mjög alvarlega og teljum algjört grundvallaratriði að málið verði rannsakað til hlítar,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í skriflegu svari til mbl.is um grunsemdir í garð Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, um að hafa með einhverjum hætti átt aðild að árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Ísrael 7. október.

Kveður ráðherra íslensk stjórnvöld eiga í samstarfi við önnur norræn ríki um næstu skref málsins en frekari greiðslur til UNRWA verði frystar þar til að loknu því samráði.

Segir hann mikilvægt að afgreiðsla málsins gangi fljótt og vel fyrir sér þar sem stofnunin hafi mikilvægu hlutverki að gegna á átakasvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert