Líst vel á hugmynd Vilhjálms Birgissonar

Heiða Björg Hilmisdóttir og Vilhjálmur Birgisson.
Heiða Björg Hilmisdóttir og Vilhjálmur Birgisson. Samsett mynd

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sér lítist ágætlega á hugmynd Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins.

Í Spursmálum í gær reifaði Vilhjálmur hugmynd um 0% launahækkun næstu 12 mánuði, í skiptum fyrir að allar gjaldskrárhækkanir opnibera aðila um síðustu áramót falli niður.

Heiða Björg segir allt uppi á borðum ef berjast eigi fyrir sameiginlegu markmiði um að ná niður verðbólgunni og að stýrivextir lækki.

Sveitarfélögin sjálf í ákveðnum vanda

Hún segist átta sig á því að sé þessi aðferð reynd þá verði kjarabót launþega næstu 12 mánuði í raun á höndum opinberra aðila, líkt og sveitarfélaga.

Hún segist ekki fara með umboð allra sveitarfélaga í þessu máli en í grunninn lítist henni vel á hugmyndina.

Ekki megi þó gleyma að sveitarfélögin glími sjálf við alls konar vanda sem sé tilkominn af kostnaðarhækkunum og vegna skuldsetningar í innviðauppbyggingu.

Viðtalið við Vilhjálm Birgisson má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert