Utanríkisráðherra kallar eftir ítarlegri rannsókn

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar þeirra fregna að starfsmenn UNRWA-stofnunarinnar innan Sameinuðu þjóðanna liggja undir grun um aðild að árás Hamas á Ísrael þann 7. október.

Dilja Mist Ein­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar þings­ins, hefur þegar rætt við mbl.is um málið. Kveðst hún gera ráð fyr­ir viðbrögðum frá Íslandi og að kallað verði eft­ir nán­ari upp­lýs­ing­um.

Umræður og ásak­an­ir í garð stofn­un­ar­inn­ar eigi sér lengri sögu og vís­ar Diljá til þess að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem grun­semd­ir vakna um tengsl henn­ar við Ham­as.

Alvarlegar ásakanir

„Við köllum eftir ítarlegri rannsókn á þeim alvarlegu ásökunum í garð nokkurra starfsmanna UNRWA,“ segir í tísti utanríkisráðuneytisins og tekið fram að um sé að ræða yfirlýsingu Bjarna.

Kveðst hann kunna vel að meta skjót viðbrögð Philippe Lazzarini, yfirmanns stofnunarinnar, og tilkynningu hans um að rannsókn yrði hraðað.

„Mikilvæg vinna UNRWA þarf að halda áfram á þessum erfiðu tímum,“ segir í yfirlýsingu Bjarna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert