Fylgjast með hrinu í Húsfellsbruna

Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna á fundi deildarinnar eftir hádegi í …
Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna á fundi deildarinnar eftir hádegi í dag. mbl.is/Óttar

Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna, segir að verið sé að vakta hrinu jarðskjálfta í Húsfellsbruna.

Lítil hrina hófst þar á föstudag og hafa jarðskjálftar mælst reglulega síðan. 

„Það er verið að vakta allt landið. Það hefur ekkert minnkað þrátt fyrir atburðarásina sem er í gangi í Grindavík,“ segir hann í samtali við mbl.is að loknum upplýsingafundi almannavarna.

Áskorun fyrir vísindamenn

Hús­fells­bruni er hraun sem þekur stórt svæði, á milli Heiðmerk­ur og Bláfjalla, og er það hraun sem næst komst Reykja­vík í síðustu gos­hrinu á Reykja­nesskaga.

Víðir segir þetta áskorun fyrir Veðurstofuna og vísindamenn.

„Þau eru að vakta allt landið þrátt fyrir þetta,“ segir hann og vísar til ástandsins í og við Grindavík.

Yfirlit yfir eldsumbrot á Reykjanesi frá um 800 og hraun …
Yfirlit yfir eldsumbrot á Reykjanesi frá um 800 og hraun sem runnu. grafík/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert