Íbúar fá að fara heim í þrjár klukkustundir

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, …
Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, á upplýsingafundi í dag. mbl.is/Óttar

Íbúar í Grinda­vík munu á næstu dög­um fá þrjár klukku­stund­ir til að vera inni í bæn­um að vitja eigna sinna. Gert er ráð fyr­ir að íbú­ar um 300 heim­ila geti verið í bæn­um í einu.

Þetta kom fram í máli Víðis Reyn­is­son­ar, sviðsstjóra al­manna­varna, á upp­lýs­inga­fundi í dag. All­ir munu fá jöfn tæki­færi til að vitja eigna sinna á næstu dög­um. Tím­inn sem íbú­ar fá í næsta skipti verður þó tölu­vert lengri.

Hægt verður að fara inn á 150 heim­ili fyr­ir há­degi og 150 eft­ir há­degi dag hvern. Um 70 manns verða við eft­ir­lit og gæslu í bæn­um á meðan fólki verður hleypt þangað inn.

Íbúar og prókúru­haf­ar fyr­ir­tækja þurfa að skrá sig á Ísland.is. Þeir munu í kjöl­farið fá senda QR-kóða sem nota þarf til að skrá sig inn og út úr bæn­um. Íbúar munu fyrst um sinn geta skráð sig 14 daga fram í tím­ann.

Farið verður í aðgerðirn­ar á morg­un, að sögn Víðis.

Ekk­ert kalt vatn og hita­veit­an gríðarlega löskuð

Staðan í Grinda­vík er sú að ekk­ert kalt vatn er í bæn­um, skólplagn­ir eru hugs­an­lega skemmd­ar víða og þá er hita­veit­an gríðarlega löskuð.

Víðir seg­ir mjög mik­il­vægt að íbú­ar breyti ekki hitastill­ing­um sem búið er að setja í hús­um bæj­ar­ins. Slíkt geti haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar á kerfið. Hita­stigið nær víða ekki tveggja stafa tölu inn­an­húss.

Þar sem ekk­ert kalt vatn er í bæn­um verður ekki hægt að nota sal­erni en Víðir seg­ir að fær­an­leg sal­erni verði við versl­un Nettó á Vík­ur­braut.

Öryggiskort fyrir Grindavík.
Örygg­is­kort fyr­ir Grinda­vík. Kort/​Al­manna­varn­ir

Íbúar fari ekki um bæ­inn

Þegar komið er inn í bæ­inn skulu íbú­ar keyra að sínu húsi og fara beint inn. Ekki er ætl­ast til að íbú­ar fari um bæ­inn vegna hætt­unn­ar sem þar er.

Víða eru opn­ir skurðir þar sem unnið er að viðgerðum og mikið af sprung­um sem ekki er búið að loka en reynt hef­ur verið að girða af.

Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, sagði bæ­inn mjög laskaðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka