Enn annar jarðskjálfti varð í Húsfellsbruna um klukkan hálfeitt eftir hádegi í dag.
Skjálftinn var 2,9 að stærð, samkvæmt yfirförnum mælingum Veðurstofu, og er því sá næststærsti sem orðið hefur á svæðinu frá því lítil hrina hófst þar á föstudag.
Annar skjálfti, litlu smærri, fylgdi á eftir og mældist hann af stærðinni 2,8.
Fleiri minni skjálftar hafa orðið í kjölfarið og ríða enn yfir.
Húsfellsbruni er hraun sem þekur stórt svæði, á milli Heiðmerkur og Bláfjalla, og er það hraun sem næst komst Reykjavík í síðustu goshrinu á Reykjanesskaga.
Ítarlega var fjallað um Húsfellsbruna á mbl.is í gærkvöldi.