„Þetta er yfirgripsmikil aðgerð“

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. mbl.is/Óttar

„Þetta er yf­ir­grips­mik­il aðgerð og marg­slung­in en við bind­um von­ir við að þetta muni ganga vel í sam­starfi við Grind­vík­inga.“

Þetta seg­ir Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, í sam­tali við mbl.is um áform um að hleypa Grind­vík­ing­um í bæ­inn til að vitja eigna sinna.

Á upp­lýs­inga­fundi um ástandið í Grinda­vík fyrr í dag kom fram hvernig íbú­um og fyr­ir­tækja­eig­end­um yrði hleypt í bæ­inn til að vitja þeirra.

Tryggja ör­yggi þeirra sem eru í Grinda­vík

„Hlut­verk lög­regl­unn­ar, og annarra viðbragðsaðila, er að halda utan um og tryggja ör­yggi þeirra sem eru inni í Grinda­vík á hverj­um tíma,“ seg­ir Úlfar.

Fram kom á fund­in­um að íbú­ar og fyr­ir­tækja­eig­end­ur myndu fá þrjár klukku­stund­ir til að vitja eigna sinna. Bú­ist er við að íbú­ar um 300 heim­ila verði í bæn­um á sama tíma.  

Hann seg­ir ör­yggi munu vera tryggt með sama hætti og það hafi verið gert hingað til.

„Eins þurfa Grind­vík­ing­ar að lesa sig til og kynna sér skipu­lagið.“

Úlfar seg­ir að sam­starfið við Grind­vík­inga hafi verið gott hingað til og seg­ir það ná allt til árs­ins 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert