10 eldingar mælst

Sumir íbúar á höfuðborgarsvæðinu heyrðu drunur fyrr í dag.
Sumir íbúar á höfuðborgarsvæðinu heyrðu drunur fyrr í dag. Ljósmynd/Harpa Hlín Sigurðardóttir

Alls hafa 10 eld­ing­ar mælst á eld­inga­kerfi Veður­stofu Íslands frá klukk­an 9 í morg­un og hafa þær mælst suður af Vesta­manna­eyj­um og aust­ur af Höfn í Hornafirði.

Þetta seg­ir Óli Þór Árna­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Ekki er hægt að úti­loka ein­staka þrum­ur og eld­ing­ar á suðvest­ur­horn­inu í dag, en íbú­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hafa heyrt drun­ur sem og starfs­fólk á Veður­stof­unni. Eld­inga­kerfið hef­ur þó ekki mælt nein­ar eld­ing­ar ná­lægt höfuðborg­ar­svæðinu.

Eld­inga­kerfið ófull­komið

Óli seg­ir kerfið vera ófull­komið og því ekki hægt að slá því föstu að eng­ar eld­ing­ar hafi slegið niður á suðvest­ur­horn­inu.

Sjálf­ur kveðst hann hafa heyrt drun­ur áðan frá höfuðstöðvum veður­stof­unn­ar hjá Bú­staðavegi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert