Ætla ekki Krýsuvíkurleiðina í næsta holli

Kristín og Ólafur voru hress í bílnum sínum á leið …
Kristín og Ólafur voru hress í bílnum sínum á leið frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjón­in Ólaf­ur Þór­ar­ins­son og Krist­ín Þor­kels­dótt­ir voru stödd við lok­un­ar­póst á  leið frá Grinda­vík um Norður­ljósa­veg með muni frá heim­ili sínu þegar blaðamaður náði tali af þeim í morg­un.

„Við lent­um í brjáluðu veðri í Krýsu­vík. Það voru fleiri, fleiri bíl­ar stoppaðir, við bara komust ekk­ert áfram,“ seg­ir Krist­ín.

Ólaf­ur bæt­ir við að það hafi lík­lega tekið um klukku­tíma fyr­ir þau að fara frá af­leggj­ar­an­um frá sand­námun­um niður á Suður­stranda­veg.

„Þetta er vitað mál, að vera að fara Krýsu­vík­ur­leiðina á þess­um tíma, það er ekk­ert þægi­legt,“ seg­ir Krist­ín jafn­framt.

„Málið er bara að þetta var svo illa rutt, þetta var ekki fyr­ir nema vel búna bíla, það er ekk­ert hugsað um að ryðja,“ bæt­ir Ólaf­ur við.

Lokunarpóstur viðbragðsaðila skammt frá Bláa lóninu.
Lok­un­ar­póst­ur viðbragðsaðila skammt frá Bláa lón­inu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Stóra dótið í næsta holli

Krist­ín seg­ir að allt hafi gengið vel þegar í Grinda­vík var komið, þó ekki fyrr en um tíu­leytið, tölu­vert seinna en þau höfðu von­ast eft­ir. Þar eiga þau íbúð í par­húsi en náðu að fylla bíll­inn af mun­um á til­tölu­lega skömm­um tíma.

„Svo er allt stóra dótið eft­ir,“ seg­ir Ólaf­ur og tek­ur fram að það verði tekið í næsta holli ef þau þurfa ekki að fara Krýsu­vík­ur­leiðina.

Hafa búið í hjól­hýsi

Þau hjón­in hafa ann­ars búið í hjól­hýsi frá 10.  nóv­em­ber, allt til dags­ins í dag þegar þau fengu loks­ins íbúð í Reykja­vík.

„Það er meira en að segja það að fá íbúð,“ seg­ir Ólaf­ur og Krist­ín held­ur áfram: „Það er auðvelt að tala en verra að fram­kvæma.“

Bílar við lokunarpóstinn.
Bíl­ar við lok­un­ar­póst­inn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hvernig fór um ykk­ur í hjól­hýs­inu?

„Í svona leiðinda­veðri er það öm­ur­legt skal ég segja þér,“ svar­ar Krist­ín, en hjól­hýsið var hjá heim­ili tengda­dótt­ur þeirra í Njarðvík. Þar voru einnig for­eldr­ar henn­ar í hjól­hýsi.

„Þar höfðum við smá af­drep,“ held­ur Krist­ín áfram en nefn­ir að marg­ir hafi verið á heim­il­inu og því ekki úr miklu plássi að moða.

Eru þau því óskap­lega feg­in að vera loks­ins kom­in í íbúðina í höfuðborg­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert