Ber skylda til að rannsaka slysið

Umfangsmikil leit stóð yfir að manninum.
Umfangsmikil leit stóð yfir að manninum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar vinnuslys sem varð þegar karlmaður á jarðvegsþjöppu féll ofan í sprungu í Grindavík fyrr í mánuðinum. 

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir lögreglu bera skyldu til að rannsaka slys sem þessi samkvæmt 2.mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála. Þar er m.a. kveðið á um að lögregla skuli rannsaka mannslát og mannshvörf þótt ekki liggi fyrir grunur um refsiverðaháttsemi.

Spurður um gang rannsóknarinnar segir Úlfar hana vera „í ákveðnum farvegi“.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í mánuðinum hefur Vinnueftirlitið málið einnig til rannsóknar. Hefur stofnunin m.a. kallað eftir lögregluskýrslu um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert