Brennisteinsfjöll byrsta sig

Nálægð. Snæviþakin Bláfjöll ber við himin handan Hafnarfjarðar. Upptök skjálftanna …
Nálægð. Snæviþakin Bláfjöll ber við himin handan Hafnarfjarðar. Upptök skjálftanna eru enn nær borginni en þessi skjannahvíti fjallabálkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Skjálfta­hrin­an sem vart hef­ur orðið und­an­farna daga, í hraun­inu Hús­fells­bruna suðaust­ur af Reykja­vík, er til marks um að eld­stöðva­kerfið sem kennt er við Brenni­steins­fjöll hafi virkj­ast.

Þetta tel­ur Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, sem ræðir við Morg­un­blaðið í dag.

Fjallað var um skjálfta­hrin­una, upp­tök henn­ar og sögu svæðis­ins á mbl.is um helg­ina.

Fyr­ir­byggj­andi aðgerðir mik­il­væg­ar

Þor­vald­ur tek­ur fram að hon­um finn­ist mjög mik­il­vægt að ráðast af al­vöru í fyr­ir­byggj­andi aðgerðir og áætlan­ir. Því fyrr, því betra.

„Og það þýðir ekk­ert að setja það á sem eitt­hvert auka­verk­efni,“ seg­ir eld­fjalla­fræðing­ur­inn.

„Það verður bara að fara í þá vinnu af al­vöru og láta hana hafa pínu­lítið for­skot. Af því að við erum kom­in á þenn­an stað með þetta allt sam­an.“

Ítar­legri um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert