Skjálftahrinan sem vart hefur orðið undanfarna daga, í hrauninu Húsfellsbruna suðaustur af Reykjavík, er til marks um að eldstöðvakerfið sem kennt er við Brennisteinsfjöll hafi virkjast.
Þetta telur Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, sem ræðir við Morgunblaðið í dag.
Fjallað var um skjálftahrinuna, upptök hennar og sögu svæðisins á mbl.is um helgina.
Þorvaldur tekur fram að honum finnist mjög mikilvægt að ráðast af alvöru í fyrirbyggjandi aðgerðir og áætlanir. Því fyrr, því betra.
„Og það þýðir ekkert að setja það á sem eitthvert aukaverkefni,“ segir eldfjallafræðingurinn.
„Það verður bara að fara í þá vinnu af alvöru og láta hana hafa pínulítið forskot. Af því að við erum komin á þennan stað með þetta allt saman.“
Ítarlegri umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.