Ekki farið í húsið síðan fyrir jól

Jakob Sigurðsson og Sara Símonardóttir við lokunarpóstinn fyrr í dag.
Jakob Sigurðsson og Sara Símonardóttir við lokunarpóstinn fyrr í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grind­vík­ing­arn­ir Jakob Sig­urðsson og Sara Sím­on­ar­dótt­ir ákváðu að freista þess að kom­ast til Grinda­vík­ur í dag um Norður­ljósa­veg í stað þess að fara eft­ir Krýsu­vík­ur­vegi eins og gef­in höfðu verið fyr­ir­mæli um.

Bíl­ar hafa verið stopp á Krýsu­vík­ur­vegi, enda færðin slæm.

Viðbragðsaðilar að störfum við lokunarpóstinn.
Viðbragðsaðilar að störf­um við lok­un­ar­póst­inn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Jakob og Sara búa núna í Reykja­nes­bæ og ræddu þau við viðbragðsaðila sem voru að störf­um við lok­un­ar­póst sem hef­ur verið sett­ur upp við Norður­ljósa­veg, skammt frá Bláa lón­inu.

„Við erum í sam­bandi við fólk þar [á Krýsu­vík­ur­vegi]. Það er allt stopp þar, fólk út af og búið að vera í all­an morg­un,” sagði Jakob.

Sækja helstu nauðsynj­ar

Í Grinda­vík ætluðu þau að sækja helstu nauðsynj­ar og raða ein­hverj­um fleiri upp sem þau geta síðan sótt þegar þau fá að fara aft­ur inn bæ­inn.

Þau hafa ekki fengið að fara inn í húsið sitt síðan fyr­ir jól og ekki held­ur fyr­ir­tæki sín Har­bour View og Fjór­hjóla­æv­in­týri. Þau vita því ekki hversu illa hús­næðið hef­ur farið í jarðhrær­ing­un­um í bæn­um. Ein­býl­is­húsið þeirra er þó ekki staðsett ná­lægt svæðinu þar sem hraunið rann inn.  

Vita­skuld segj­ast þau hafa áhyggj­ur af skemmd­um, þar á meðal frost­skemmd­um og illa förn­um lögn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert