Elding sprengdi rafmagnstöflu Litlu kaffistofunnar

Tjón varð á rafmagni Litlu kaffistofunnar laust eftir hádegi í …
Tjón varð á rafmagni Litlu kaffistofunnar laust eftir hádegi í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Raf­magn fór af með hvelli á Litlu kaffi­stof­unni á Suður­lands­vegi laust eft­ir há­degi í dag er eld­ingu sló niður við hlið staðar­ins.

Þetta staðfest­ir Elín Hlöðvers­dótt­ir, eig­andi Litlu kaffi­stof­unn­ar, í sam­tali við mbl.is. Hún seg­ir öll raf­tæki hafa slegið út og því fátt annað í stöðunni en að loka staðnum og senda starfs­fólk heim, en starfs­fólk hafi vissu­lega orðið ansi skelkað. 

„Það bara kom svaka­leg­ur hvell­ur og starfs­menn­irn­ir sem voru á svæðinu héldu að mögu­lega hefði orðið spreng­ing, sem í raun­inni var, það varð spreng­ing utan á hús­inu. Raf­magnstafl­an sem er fyr­ir utan hjá okk­ur bara sprakk,“ seg­ir Elín.  

Mjög fal­leg­ur blossi 

Predrak Moraca raf­virki varð vitni að at­b­urðunum þar sem hann sat og gæddi sér á há­deg­is­verði ásamt tveim­ur sam­starfs­mönn­um sín­um á kaffi­stof­unni.

„Það var grein­leg­ur blossi, mjög fal­leg­ur blossi þarna ná­lægt kaffi­stof­unni og í kjöl­farið heyrðust litl­ar spreng­ing­ar í raf­magn­sofn­um, svona neista­hljóð,“ seg­ir Predrak.

Hann seg­ir starfs­fólkið þá hafa upp­götvað að flest raf­magns­tæk­in væru hætt að virka. Hann og sam­starfs­fé­lag­ar hans hafi þá ráðlagt þeim að taka allt úr sam­bandi og hringja í trygg­inga­fé­lagið, en þeir hafi ekki getað aðstoðað frek­ar þar sem þeir hafi ekki haft viðeig­andi mæla og verk­færi meðferðis. 

Leist ekki á blik­una

Predrak seg­ir sig og fé­lag­ana hafa fyrst tekið eft­ir eld­ing­um úr fjarska og hafi þær í fyrstu virst vera í Bláfjöll­um. Þeir hafi þá byrjað að rök­ræða sín á milli hvort um eld­ing­ar væri að ræða og byrjað að telja sek­únd­urn­ar á milli þeirra eft­ir því sem þær nálguðust, en í fyrstu hafi þeir ekki heyrt í þrumun­um. Kveðst Predrak hafa talið um átta eld­ing­ar.

„Eld­ing­arn­ar virt­ust vera lá­rétt­ar en ekki lóðrétt­ar á milli skýj­anna. Það sást varla í Bláfjöll bara svona í skugg­ann af Bláfjöll­um, það var svo mik­il úr­koma. Áður en síðustu eld­ing­unni sló niður ná­lægt Kaffi­stof­unni þá kom því­líkt hagl­él.“

Predrak sem sjálf­ur ólst upp er­lend­is, og er því van­ur þrum­um og eld­ing­um, seg­ir væg­ast sagt óvenju­legt að sjá eld­ing­ar á þess­um árs­tíma. Hon­um og fé­lög­um hans hafi því ekki lit­ist á blik­una á ein­um tíma­punkti og voru farn­ir að velta fyr­ir sér hvers kyns nátt­úru­öfl kynnu að liggja að baki bloss­ana. 

Tel­ur að húsið sé í lagi

Er blaðamaður mbl.is náði tali af El­ínu kvaðst hún vera á leið á staðinn til að taka stöðuna á tækj­um og búnaði. 

Hún hafi byrjað á því að láta Veit­ur vita af því að eld­ingu hefði slegið niður í raf­magn­stöfl­una og hafi því viljað bíða þar til starfs­menn þeirra hefðu klárað að laga raf­magnið. 

„Við eig­um eft­ir að skoða húsið sjálft en ég held að það sé allt í góðu þannig,“ seg­ir Elín. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert